Case studies project
Pay-Per-Domination
“WOW air is a cheeky Icelandic low-cost airline that flies to Iceland from a number of European cities the whole year round and recently added North America to its increasing list of destinations.”
Yfirlit
Síðasta sumar keypti Santander starfsemi GE Money Bank á Norðurlöndunum, og nýlega sameinuðust bankarnir. Við bjuggum til herferð til að kynna sameininguna og ganga úr skugga um að vörumerki Santander sé áfram sýnilegt á mörkuðum í Skandinavíu.
Markmið voru meðal annars:
- Meðalkostnaður við áhorf CPV: 0,06 GBP
- Áhorf að hluta: +5MM
- Áhorf í fullri lengd: +900K
- Meðaláhorfshlutfall (VTR): 16,65%
Lausnin
Við bjuggum til ítarlega áætlun fyrir allt frá miðun (e. targeting) til efnissköpunar fyrir hverja viku herferðarinnar fyrirfram. Hugmyndin að baki efnisins var sú að það hefði skemmtanagildi og að vörumerkið birtist í framhjáhlaupi, frekar en að einblínt yrði alfarið á vörumerkið.
Herferðirnar voru í eðli sínu þannig að við gátum verið með tvær nálganir í einu: Haft yfirsýn yfir möguleika (e. prospecting) og notað endurmarkaðssetningu, til að tryggja að ná til sem flestra og hafa möguleika á birta þeim sem sýndu áhuga ferskt efni á meðan herferðinni stóð.
Útkoman
Segja má að herferðirnar hafi farið fram úr björtustu vonum og slegið öll met á YouTube á Norðurlöndunum. En ekki nóg með það, heldur sýndu þær og sönnuðu að rétt blanda framkvæmdar og efnis getur skilað ótrúlega góðum árangri.
Hápunktar:
- Meðalkostnaður við áhorf: 0,05 GBP
- Áhorf að hluta: 16.557.000
- Áhorf í fullri lengd: 3.299.000
- Meðaláhorfshlutfall: 18.33%
- Lífræn áhorf: 1.327.282
- “Like” & deilingar: 915
- Áhorfstími (mínútur): 3.110.189