Stór uppfærsla á leitaralgrími Google í maí 2021

Fyrir um það bil 6 mánuðum síðan, nánar tiltekið þann 28. maí 2020, kom tilkynning frá Google um uppfærslu sem heitir á ensku „The Google Page Experience Update“ sem gerist í maí 2021. „Page experience“, eða vefupplifun, er mælikvarði sem tekur inn í reikninginn ýmis teikn (e. signals) sem Google notar sem uppröðunarstuðla við leit (e. search ranking factors). Þeirra á meðal eru:

• Mobile-upplifun (mobile-friendly update)
• Hraði síðna (page speed update)
• HTTPS-stilling (HTTPS ranking boost)
• Fælandi pop-up og efni sem hefur áhrif á getu notenda til að vafra á vef (intrusive interstitials penalty)
• Öryggisteikn (safe browsing penalty)

En hvað þýðir þessi uppfærsla í maí 2021? Það er ljóst að það er tvennt sem kemur til með að breytast: röðun (e. ranking) og smelluhlutfall (e. CTR eða clickthrough rate). Ef vefurinn þinn er ekki tilbúinn fyrir þessa uppfærslu er líklegt að hann tapi sýnileika. Samhliða breytingum á leitaralgrími mun Google bæta við merkimiðum (e. labels) sem gefa til kynna við hverju notandi getur búist eftir að hann smellir á niðurstöðu, en líklegt þykir að Google muni gera greinarmun á vefjum sem bjóða uppá góða notendaupplifun og slæma. Þar mun algrímið virka með þeim hætti að lykilþættir í hæfni síðunnar (e. KPI eða key performance indicators) eins og smelluhlutfall (CTR) mun breytast.

Er þinn vefur tilbúinn?

Höfundar eru Haukur Jarl Kristjánsson og Hreggviður Steinar Magnússon