LinkedIn er öflugt markaðstól fyrir fyrirtæki – II.hluti

LinkedIn

LinkedIn I.hluti

Í síðustu grein okkar um LinkedIn (I.hluti) fórum við yfir að samfélagsmiðillinn er öflugur vettvangur fyrir brautryðjendur, að allir geta orðið áhrifavaldar og að tengslamyndun sé mikilvæg. Það eru samböndin sem skipta máli og verkefnið er að byggja upp traust. En hvers vegna ertu á LinkedIn og hver eru markmiðin?

Þú verður að setja þér skýr markmið

Það fyrsta sem þú þarft að gera til að ná árangri á LinkedIn er að setja þér sértæk markmið. Dæmi um markmið geta verið:

 • Að stækka netið og ná í fleiri tengiliði.
 • Að uppfæra ferilinn og komast á næsta stig.
 • Að selja fleiri vörur eða meiri þjónustu.

Þegar þú ert komin með skýra mynd af þeim markmiðum sem þú vilt ná er kominn tími til að móta stefnu og byggja svo upp netið þitt smátt og smátt.

 1. Fjárfestu í þínum persónulega prófíl og byggðu upp þitt persónulega net.
 2. Finndu fólkið sem þú VERÐUR að hafa í þínu neti til að ná markmiðum þínum, persónulegum eða viðskiptalegum.
 3. Byggðu upp feril sem leiðir til þess að þetta fólk bregðist við á einhvern hátt – hvort sem það þýðir að það kaupi af þér vöru eða þjónustu eða verði virkir fylgjendur/aðdáendur.
 4. Komdu fram eins og leiðtogi nýrrar hugsunar og skapaðu þér sess sem leiðandi aðili í þínu fagi.

Hafðu fagmennsku að leiðarljósi

Þegar við hittum fólk í raunheimum hugsum við oftast um það hvernig við klæðum okkur og högum okkur til að fyrstu kynni verði sem best. Á LinkedIn er það prófíllinn þinn sem ákvarðar þessi fyrstu kynni. Þess vegna er mikilvægt að þú skipuleggir prófílinn þinn út frá markmiðunum sem þú setur þér og því fólki sem þú vilt ná til.

Nokkur nauðsynleg atriði til að ná árangri á LinkedIn:

 • Góð og fagleg prófílmynd
 • Áberandi forsíðumynd
 • Grípandi fyrirsögn
 • Vel skrifuð samantekt
 • Að auki er mikilvægt að hafa skýrt „næsta skref“ á prófílnum þínum

Einhver hluti þeirra sem heimsækja prófílinn þinn vill komast í samband við þig. Líttu á prófílinn þinn sem sýningarglugga og/eða sölutæki og gerðu það auðvelt og vafningalaust að hafa samband við þig.

Góðar leiðir til að gera þetta eru að setja inn hlekki á vefsíður eða lendingarsíður, deila greinum úr ýmsum áttum eða mæla með hlutum.

Mikilvægt að fjárfesta í LinkedIn núna

LinkedIn verður eðlilegur og ómissandi hluti af vinnudegi framtíðarinnar. Við sjáum að öllum líkindum notkun miðilsins falla inn í meginstrauminn innan skamms þar sem fleiri og fleiri fyrirtæki munu leitast við að nýta sér möguleikana betur og betur.

Næsta skref hjá LinkedIn verður trúlega að leggja meiri áherslu á auglýsingar til að eiga einhvern möguleika á að jafna metin við hinn, að því er virðist ósigrandi samkeppnisaðila, Facebook. Að auki munum á myndbandanotkun eftir að verða lykilatriði í þróun miðilsins.

Stóra breytingin árið 2019

LinkedIn er í örri þróun og er líklega núna á svipuðum stað og Facebook var árið 2010 og Instagram árið 2013. Þú getur fengið „like“ fyrir klink og helling af ókeypis sýnileika og snertingum (engagement). Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í LinkedIn núna.

Hadda EngineHreggviður - Engine

Hallfríður Jóhannsdóttir

Hreggviður S Magnússon