Category Archives: Auglýsingar

Stór uppfærsla á leitaralgrími Google í maí 2021

Fyrir um það bil 6 mánuðum síðan, nánar tiltekið þann 28. maí 2020, kom tilkynning frá Google um uppfærslu sem heitir á ensku „The Google Page Experience Update“ sem gerist í maí 2021. „Page experience“, eða vefupplifun, er mælikvarði sem tekur inn í reikninginn ýmis teikn (e. signals) sem Google notar sem uppröðunarstuðla við leit […]

LinkedIn er öflugt markaðstól fyrir fyrirtæki – II.hluti

LinkedIn

LinkedIn I.hluti Í síðustu grein okkar um LinkedIn (I.hluti) fórum við yfir að samfélagsmiðillinn er öflugur vettvangur fyrir brautryðjendur, að allir geta orðið áhrifavaldar og að tengslamyndun sé mikilvæg. Það eru samböndin sem skipta máli og verkefnið er að byggja upp traust. En hvers vegna ertu á LinkedIn og hver eru markmiðin? Þú verður að […]

Mikilvægi þess að huga að bestun á lendingarsíðu

Mörg fyrirtæki vanmeta mikilvægi þess að hugsa stafrænu markaðssetninguna alla leið, þ.e frá vitundarfasa (e. Awareness) til umskráningarfasa (e. Conversion), þrátt fyrir að skilin þarna á milli séu sífellt að verða óskýrari í hinum stafræna heimi. Gögn gera okkur þó í dag kleift að fylgja neytandanum mun betur eftir og leiða hann frá einu þrepi […]

Facebook Pixel: Hvað er það og af hverju ætti ég að nota hann?

Facebook pixel

Við fáum nánast aldrei spurningar um Facebook Pixel, því að það veit nánast enginn hvað Pixel er. Í stuttu máli er Pixel-kóði annað orð yfir „cookie“ sem Facebook býr til fyrir þig og þú setur inn á vefsíðuna þína. Þú „merkir“ þann sem heimsækir vefinn þinn til að sjá hvernig auglýsingunum þínum gengur. Þú getur […]