LinkedIn er öflugt markaðstól fyrir fyrirtæki – I.hluti

Besta viðskiptagáttin

Allir leiðtogar og frumkvöðlar vilja komast í samband við rétta fólkið – fólkið sem tekur ákvarðanirnar. Besta leiðin til þess er LinkedIn en sá miðill er sérlega áhugaverður fyrir fyrirtæki í viðskiptum við fyrirtæki. Þetta kallast oft B2B markaðssetning. Engu að síður nýta aðeins örfá fyrirtæki á Norðurlöndum sér þau tækifæri sem þessi „faglegi samfélagsmiðill atvinnulífsins“ býður upp á.

LinkedIn: Meira en stafræn ferilskrá. Hvaða áhrif hefur starfsfólk á orðsporið?

LinkedIn hefur löngum verið álitin einskonar stafræn starfsferilsskrá. Upphaflega var innihaldið meira og minna stöðugt – þú settir upp prófíl, settir inn upplýsingar um menntun og starfsreynslu og þar með var það upp talið.

En það hefur heldur betur breyst. Í dag er LinkedIn öflugur vettvangur þar sem þú getur byggt upp feril, tengst viðskiptavinum og byggt upp bæði tengslanet og fylgjendur.

Finndu alla á Linkedln!

Þú getur náð til eins margra og þú vilt – en þú getur líka til dæmis eingöngu byggt upp net með forstjórum fjármálafyrirtækja. Það er sama hvern þú vilt komast í samband við, þú finnur viðkomandi á LinkedIn. Þetta er það sem LinkedIn hefur framyfir aðra samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram og gefur miðlinum algera sérstöðu í flóru samfélagsmiðla.

Níu af hverjum 10 fyrirtækjum hafa enga stefnu á LinkedIn

Um það bil 90 til 95 prósent allra skandinavískra fyrirtækja hafa enga sérstaka stefnu um það hvernig þau vilja líta út á LinkedIn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að LinkedIn hefur í gegnum tíðina ekki verið sérstaklega góður vettvangur fyrir markaðssetningu.

Þetta breyttist þegar þjónustan var keypt af Microsoft, sem hefur unnið hörðum höndum að því að lyfta miðlinum á hærra plan. Frá kaupunum hefur LinkedIn orðið notendavænna, mikið hefur verið unnið í aðlögun fyrir snjallsíma og miðillinn því orðinn samkeppnishæfur.

Það má því segja að LinkedIn hafi loksins fundið sig og sé nú mikilvægur vettvangur fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri – og nái til þeirra sem máli skipta. Við notum LinkedIn á allt annan hátt en við gerðum áður.

Gríðarlegur fjöldi „skoðana“ (views) fyrir lítinn pening

Styrkur LinkedIn er sá að þú nærð bæði faglegum og persónulegum snertingum á það efni sem þú birtir.

Nú þegar er hægt að ná gríðarlega góðri lífrænni dekkun með því einu að vera með prófíl en þá dreifingu er hægt að styrkja til muna og ná til mun fleiri fyrir mjög lágar upphæðir.

Vettvangur fyrir brautryðjendur

LinkedIn er fullkominn vettvangur fyrir frumkvöðla og brautryðjendur – og þá sem kalla mætti „thought leaders“ eða „leiðtoga nýrrar hugsunar“. Enn sem komið er, eru ekki margir á Norðurlöndunum  sem eiga tilkall til þess að bera þann titil. Enn er lítil samkeppni á LinkedIn og því mögulegt að taka sér stöðu sem slíkur leiðtogi.

Margir misskilja forgangsröðina

LinkedIn er fyrst og fremst vettvangur til að byggja upp persónuleg sambönd og tengslanet og margir misskilja hvernig best er að forgangsraða.

Of margir einbeita sér eingöngu að viðskiptasíðunni. Að sjálfsögðu er mikilvægt að viðskiptasíðan sé fagleg, að hún sé tæknilega rétt og nýti alla þá leitarvélarbestunarmöguleika sem í boði eru (SEO), en aðaláherslan ætti ekki að vera þar. Til að ná árangri á LinkedIn þarftu að „rækta sambönd“ og búa til innbyrðis áhrifavalda í fyrirtækinu. Gefa starfsfólkinu á LinkedIn gaum og hvetja það áfram. Einskonar „employer branding“. Og vinnuveitandinn þarf líka að vera meðvitaður um að það sem starfsfólkið gerir á LinkedIn, tengt fyrirtækinu, gerist án hans þátttöku, hvort sem það er gott eða slæmt. Ef fyrirtæki skoða ekki eða hjálpa sínu starfsfólki að fylla út og lagfæra sína persónulegu prófíla á LinkedIn gæti fyrirtækið verið að fá slæma umfjöllun vegna starfsfólks sem „lítur illa út“ á LinkedIn. Á LinkedIn byggir maður upp tengslanet af fólki en ekki fyrirtækjum – og það hvernig starfsfólkið þitt lítur út á LinkedIn getur haft áhrif.

Allir geta orðið áhrifavaldar

Andlit fyrirtækisins út á við þarf ekki endilega að vera æðsti stjórnandi þess. Þess í stað ætti að fela LinkedIn-verkefnið fólki innan fyrirtækisins sem hefur tíma og getu til að byggja upp tengslanet og sem getur byggt upp prófíl út frá þeim markmiðum sem fyrirtækið vill ná.

Rétt sambönd við þá sem taka réttu ákvarðanirnar

Á LinkedIn mætast allir á jafningjagrundvelli. Þar eru allir jafnir og engin stéttskipting. Viðskipti fara fram á annan hátt í dag en áður og sum verkefni eru þess eðlis að við þurfum mun frekar að komast í samband við lykilviðskiptastjóra heldur en millistjórnanda eða yfirmann.

Við teljum að einn helsti ávinningur LinkedIn sé sá að við berum meira traust til miðlilsins en til dæmis Facebook og Instagram.

Það stafar aðallega af tvennu: Í fyrsta lagi hefur okkur ekki verið drekkt þar í auglýsingum, og í öðru lagi virðist LinkedIn vera alvarlegur og faglegur vettvangur.

Leggðu áherslu á tengslamyndun og sambönd

Núna, þegar hefðbundnar markaðsaðferðir bera minni og minni árangur, býður LinkedIn upp á nýjar leiðir til sölu – þar sem áhersla er lögð á gott tengslanet og góð sambönd. Að auki gefur LinkedIn okkur tækifæri til að komast í samband við aðeins þá sem við viljum ná til. Slíkt er afar mikilvægt í B2B markaðssetningu.

Til að ná árangri þarf að pósta og deila efni sem skiptir máli

Tölfræðin sýnir að 80 prósent virkra LinkedIn-notenda vilja tengjast öðrum fyrirtækjum, fólki og áhrifavöldum. Til að ná þessu er mikilvægt að fara sem réttast að öllu þegar kemur að samskiptunum.

Margir misskilja út á hvað LinkedIn gengur og sumir detta í gamla farið og álíta þetta bara snúast um pirrandi fjöldapóstsendingar. Þú skalt frekar hugsa um þetta sem uppbyggingu á tengslaneti og alltaf spyrja þig: „Hvað hef ég fram að færa fyrir aðilann sem ég vil komast í samband við?“

Það þurfa ekki endilega alltaf að vera einhverjar massífar upplýsingar eða söluskilaboð, það getur allt eins verið eitthvað sem hefur tilfinningalegt gildi. Stundum geta einfaldir hlutir eins og að líka við innlegg, stöðuuppfærslur eða greinar opnað dyr að samskiptum. Lykillinn er, að pósta og deila efni sem er einhvers virði fyrir fólkið sem þú vilt ná til.

Hallfríður Jóhannsdóttir

Hreggviður S Magnússon