Við hjá the Engine vinnum mjög mikið með ýmiskonar gögn, og ekki síst gögn frá Google, þar sem starf okkar tengist leitarvélum á ýmsa vegu. Langoftast skoðum við gögn út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni en stundum fáum við þá flugu í höfuðið að skoða þau út frá málefnum líðandi stundar eða að tengja þau við eitthvað skemmtilegt.
Okkur langar því að sjá hvort að gögn frá leitarvélum geti verið sannspá um ferðamannastrauminn til Íslands, og séu jafnvel ekki síðri en önnur gögn sem notuð eru.
Ferðamannastraumurinn 2018
Í færslunni er varpað fram spurningunum:
Fer áhugi ferðamanna á Íslandi dvínandi og komum við til með að sjá fækkun ferðamanna á Íslandi 2018 vegna þess?
Áður en ferðamaður ákveður að koma til Íslands þá er alltaf einhver rannsóknarvinna sem á sér stað á miðlum eins og Google og Bing. Fólk á til að kynna sér atriði eins og hvernig veður sé á Íslandi, hvaða dagsferðir séu í boði eða hvar megi finna hið víðfræga reðursafn, svo fátt eitt sé nefnt.
Leitarvélar safnar leitargögnum saman og maður getur notað ýmis tól til að sjá í grófum dráttum fjölda leita fyrir ákveðin leitarorð.
Leitarfrasinn sem gefur til kynna áhuga fólks á að ferðast til Íslands
Þar sem við erum að skoða áhuga fólks á að ferðast til Íslands, ber einn frasi höfuð yfir herðar af öðrum leitum og sá frasi er einfaldlega “flug til Íslands”.
Sú leit inniheldur ýmiskonar breytur svo sem áhuga á landinu, hvort fólk sé í rannsóknarfasa eða sé með ásetning til að kaupa sér flug. Því er frasinn tilvalinn til þess að sjá hvernig áhugi fyrir að ferðast til Íslands þróast. Einnig hvort sé hægt að nota hann til að spá fyrir um fjölda ferðamanna. Í þessu tilfelli notum við gögn um frasann „flug til Íslands“ í víðu samhengi og á nokkrum tungumálum.
Byrjum á að skoða hvernig áhuginn fyrir því að ferðast til Íslands hefur verið síðustu ár með neðangreindu grafi:
Þegar við skoðum áhuga á að ferðast til Íslands skal samt hafa í huga að ferðalagið sjálft á sér otast stað nokkrum mánuðum eftir leitina. Það er talsvert á eftir rannsóknarfasanum, sem er samt einnig misjafnt eftir þjóðerni fólks.
Eins og sjá má á grafinu þá eiga flestar leitir fyrir frasann „flug til Íslands“ sér stað í janúar. Aftur á móti ef að við skoðum næsta graf þá munum við sjá hvenær flestir ferðamenn ferðast til Íslands.
Rauntölur yfir ferðamenn sem koma til Íslands
Eins og sjá má á grafinu fyrir ofan þá ferðast flestir ferðamenn til Íslands í ágúst. Ef að við leggjum gröfin tvö saman þá sjáum við áhugaverða þróun:
Eins og sjá má á samsetta grafinu virðist áhuginn og rauntölur fylgjast að.
Að lokum skulum við stilla gögnin af með því að færa “áhuga” tímaseríuna á hægri ásinn. Við færum einnig þá seríu um átta mánuði fram í tímann til þess að stemma af þar sem mestur áhugi er á að ferðast til landsins. Það er að segja, í janúar, og þegar flestir heimsækja landið, það er að segja, í ágúst.
Ef að við mælum fylgnistuðulinn Pearson Correlation Coefficent á milli þessara tveggja tímalína eftir að við erum búin að færa “áhugi að ferðast til Íslands” tímalínuna um átta mánuði fram í tímann þá fáum við 84% fylgni.
Niðurstaðan
Ef eitthvað er að marka “áhuga á að ferðast til Íslands” sem er með sterka fylgni við eiginlegan ferðamannastraum til Íslands þá lítur út fyrir, samkvæmt gögnum frá leitarvélum, að ferðamannafjöldinn árið 2018 geti orðið svipaður og árið 2016.*
Fyrirvarar
Hverju skal taka með fyrirvara?
- Fylgnin eftir að hafa fært tímaseríuna er 84% en ekki 95% sem væri tölfræðilega marktæk fylgni. Því eru þetta í besta falli getgátur á þessu stigi málsins.
- Það eru margar aðrar breytur sem eru ekki teknar inn í myndina. Til dæmis aukning ferðamanna frá Kína, en þeir nota Google leitarvélina frekar takmarkað.
- Þó að “áhuga” serían sé færð um átta mánuði til að stemma af fjölda ferðamanna, þá erum við eingöngu að horfa á eitt stórt meðaltal. Það er vegna þess að áhugi á Íslandi og ferðir til Íslands er mjög misjafnt eftir löndum. Bretar eru til dæmis stór partur af þeim sem leita í janúar en flestir þeirra koma síðan í febrúar.
*Tekið er fram að þessi fullyrðing er eingöngu út frá leitarvélagögnum.
Höfundur er Þór Matthíasson
Gögn í greininni frá: