Hæg heimasíða
Það er ákaflega hvimleitt að lenda á heimasíðu sem er lengi að hlaðast niður í símann eða tölvuna. Hæg heimasíða er meginástæða fyrir að ég missi áhugann á því sem ég er að skoða, hvort sem það er vara sem ég vil kaupa eða upplýsingar sem mig vantar. Notendaupplifun mín er vond eftir slíka reynslu og því er ekki líklegt að ég reyni aftur við þetta vörumerki heldur leiti þess í stað til samkeppnisaðila. Því verður brottfall (e. bounce rate) hærra fyrir vikið á viðkomandi vefsíðu, sem er góður mælikvarði til að skoða við vefgreiningu á þeirri umferð sem er á síðunni. Með hverri 1 sek í töfum missa fyrirtæki af viðskiptum, því það verða færri síðuflettingar og hlutfall þeirra sem fara í ætlað ferli (e. conversion) og jafnframt verður notendaupplifun verri, eins og fram hefur komið hér að ofan. Árið 2018 setti Google svokallað „Mobile-Indexing“ í forgang, eftir mikinn undirbúning, og hefur sú þróun haldið áfram.
Google refsar grimmt
En það er ekki einungis mín eigin notendaupplifun sem er ófullnægjandi heldur verður upplifun Google-vélarinnar líka slæm og það getur verið grafalvarlegt. Við nýjustu uppfærslur Google á árinu (og þær eru nokkrar) skiptir hraði á vefsíðum sífellt meira máli. Hæg heimasíða er því slæmt mál. Þetta tæknilega atriði getur haft mikil áhrif á hvernig Google-vélin metur síðuna og Google raðar hægum vefsíðum neðar í leitarniðurstöðum. Það eru fjölmörg atriði sem skipta máli í vægiseinkunn Google (og annarra leitarvéla) en vægi hraðans skiptir sífellt meira máli, ekki síst fyrir snjalltæki. Hægt er að greina hraða vefsíðunnar með greiningartólinu Page Speed Insights frá Google.
Dæmi um hvað dregur úr hraða vefsíðu
Það er margt sem hefur áhrif á hraða vefsíðu. Til dæmis hversu þungar myndir eru og sölu- og bókunartól frá þriðja aðila geta einnig dregið verulega úr hraða síðunnar. Við höfum rekist á og greint fjölmargar slíkar ástæður á vefsíðum viðskiptavina okkar upp á síðkastið, ekki síst í kjölfar uppfærslna hjá leitarvélunum. Það er mjög mikilvægt að halda vöku sinni og vakta vefsíðurnar því um leið og hægist á þeim skapar það hættu á að tapa viðskiptum. Því þarf stöðugt að leita lausna á svona vandamálum, fyrir Google-leitarvélina og auðvitað svo notandinn gefist upp og forði sér af vefsíðunni.
Ekki örvænta því The Engine býður upp á tæknilega úttekt á vefsíðum og er hún framkvæmd af reynslumiklum sérfræðingum ásamt fjölmörgum tólum. Hafðu samband hér.
Höfundur er ráðgjafi í stafrænni markaðssetningu