Við fáum nánast aldrei spurningar um Facebook Pixel, því að það veit nánast enginn hvað Pixel er.
Í stuttu máli er Pixel-kóði annað orð yfir „cookie“ sem Facebook býr til fyrir þig og þú setur inn á vefsíðuna þína. Þú „merkir“ þann sem heimsækir vefinn þinn til að sjá hvernig auglýsingunum þínum gengur. Þú getur búið til remarketing hópa af fólki sem hefur heimsótt vefsíðuna, og síðast en ekki síst gerir þú auglýsingarnar betri með þeim upplýsingum sem þú safnar með Pixel.
Allt þetta er gríðarlega dýrmætt ef þú ert að auglýsa á Facebook (sem þú ættir klárlega að vera að gera).
Auglýsingar
Þegar þú setur auglýsingu í gang á Facebook er ekki nóg að sjá bara hversu margir smelltu á hana, þótt það sé auðvitað frábært. Pixel hjálpar þér að setja mælanleg markmið. Auðvitað fer það mikið eftir því hvaða vöru eða þjónustu þú ert að bjóða. En, þú vilt kannski sjá til dæmis:
- Hversu margir skráðu sig?
- Hversu margir keyptu vöru og fyrir hversu mikinn pening?
- Virkar auglýsingin vel?
- Borgar hún sig?
Remarketing
Með Pixel getur þú sýnt þeim sem heimsóttu vefinn auglýsingu á Facebook og hamrað járnið á meðan það er heitt. Hérna væri snjöll markaðsmanneskja búin að búa til viðeigandi hóp(a) til miðunar og búa til auglýsingu sem er sérstaklega ætlum hópnum sem á að sjá hana.
Eftirfarandi er dæmi um eðalfyrirtæki sem er búið að setja upp Pixel á síðunni sinni. Það er núna í bullandi remarketing, sem þýðir á slæmri íslensku að það er að „stalka“ fólk út um allt internetið. Ef ekki væri fyrir Pixel þá myndi fyrirtækið ekki sjá hversu mikið það er að fá fyrir peninginn.
Nákvæmari miðun með Facebook Pixel
Handahófskennd dæmi um hópa sem hægt er að búa til og birta auglýsingar ef þú ert með Pixel settan upp:
- Breiður hópur: Allir sem hafa heimsótt vefinn síðustu 1-180 daga
- Þrengri hópur: Konur í Bretlandi á aldrinum 18-25 ára sem hafa heimsótt vefinn síðastliðna viku
- Allir sem heimsóttu ákveðnar síðu eða síður
- Allir sem heimsóttu ákveðna síðu en ekki neinar aðrar
- Allir sem gerðu eitthvað ákveðið á síðunni ákveðið oft eða keyptu fyrir ákveðið mikið
- Allir sem heimsóttu vefinn síðustu 180 daga en hafa ekki heimsótt hann aftur nýlega
- Þeir sem eru topp 5%, 10% eða 25% af þeim sem hafa staldrað lengst við á vefsíðunni
Það þarf varla að taka það fram að möguleikarnir á að ná til sérstaks hóps eru nánast endalausir og hér eru það bara þín markmið og hugmyndaflug sem ráða ferðinni.
Er erfitt að setja upp Pixel og stilla rétt?
Sumum finnst það flókið en öðrum ekki. Þeir sem eru að nota kerfi eins og WordPress ættu ekki að eiga í miklum erfiðleikum með uppsetninguna á honum í gegnum plugin. Aðalmálið er að setja hann inn á vefinn til að byrja að merkja fólk og safna upplýsingum. Þannig að þótt þú sért ekki endilega að fara að gera neitt með upplýsingarnar strax skaltu drífa í því sem fyrst að setja hann inn.
Nánari upplýsingar um Facebook Pixel.
Höfundur er Hreiðar Marínósson