Loksins kom að því! Facebook hefur tekið þá ákvörðun að Ísland skuli skilgreint sérstakt markaðssvæði. Síðastliðin ár hefur Google litið á litla Ísland sem sérstakt markaðssvæði. Í því felst að Google aðstoðar fyrirtæki, líkt og The Engine, við ýmislegt tengt Google Ads herferðum fyrir sína viðskiptavini. Hvað Facebook hinsvegar varðar, hefur Ísland einfaldlega þótt of lítið til að ná því að vera skilgreint sem sérstakt markaðssvæði andstætt því sem gilt hefur um flest önnur lönd í heiminum. Í Noregi er t.d. skrifstofa í miðbæ Osló og hentugt fyrir norsk fyrirtæki að geta haft samband við starfsfólk skrifstofunnar ef þörf er á. Þetta mega því teljast sérlega ánægjuleg tímamót. Árið 2019 verður prufuár og það er hann Axel Strelow hjá Facebook sem fær það verkefni að bera ábyrgð gagnvart Íslandi en hann starfar sem Partner Manager for the Nordic Market hjá Facebook. Þar aðstoðar hann stafrænar auglýsingastofur með rekstur herferða á Facebook Business Manager. „I work with the biggest actors in the region and my goal is to help them formulate and execute effective paid advertising strategies on Facebook“ segir Axel. Skrifstofan þar sem Axel starfar hjá er í Dublin, en þar er EMEA sem eru höfuðstöðvar samfélagsmiðlarisans. Axel hóf nýverið að starfa með íslenska markaðinn sem fer hratt vaxandi en það er auðvitað meginástæðan fyrir auknum áhuga Facebook á íslenska svæðinu.
Við vekjum athygli á því að okkar maður í Dublin, Axel Strelow, verður einn aðalfyrirlesurum á Reykjavik Internet Marketing Conference (RIMC) þann 5. apríl næstkomandi. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessum viðburði og sjá hvað Axel Strelow hefur að segja um „nýja“ markaðssvæðið. Eflaust fáum við að sjá áhugaverða tölfræði um íslenska markaðinn en eitt er víst að markaðsfólk ætti ekki að láta viðburðinn fram hjá sér fara.
Allar frekari upplýsingar um Reykjavik Internet Marketing Conference, þann 5. apríl næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík eru á www.rimc.is. Eins er hægt að senda línu á rimc@rimc.is.
Höfundur er Hreggviður S. Magnússon