Við héldum RIMC 2018 (Reykjavík Internet Marketing Conference) síðasta föstudag og ráðstefnan heppnaðist mjög vel í alla staði!
Internetið var prentað í geimnum
Fyrstur á svið var Dixon Jones frá Majestic. Hann sagði frá því þegar fólkið hjá Majestic kortlagði internetið og bjó til bráðsniðugt þrívíddarmódel af því. Ekki nóg með það, heldur hittu þau víst mann sem gat komið því í kring að módelið yrði prentað í Alþjóðageimstöðinni (ISS). Við mælum með áhorfi á myndbandið:
Við fengum eintak af internetinu
Ókei, Ókei. Við fengum ekki internetið sem var prentað í geimnum, EN, við fengum þrívíddarprentað módel sem var bara prentað í fjórum eintökum og svo áritað af Dixon Jones. Sem er mjög töff.
Höfundur er Lilja Þorsteinsdóttir