Fimmtudaginn 15. febrúar verður Vefmenntadagur The Engine og Háskólans í Reykjavík 2018 haldinn hátíðlegur.
Sérstök áhersla verður lögð á netverslun (e. e-commerce).
Dagskrá:
– Fyrirlesarar frá Google koma til landsins og kynna nýjungar í markaðssetningu á netinu. Efni fyrirlestrarins er: „Why do you need a digital focus today?”
– Valdimar Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, verður með fyrirlestur um snjalla smásölu.
– Sérfræðingar frá netmarkaðsstofunni The Engine verða með innlegg (efni tilkynnt nánar síðar)
– Ari Steinarsson, sérfræðingur í markaðssetningu á netinu hjá Reykjavík Excursions ætlar að ræða um þá áskorun að breyta umferð á vefsíðum í viðskipti í ferðaþjónustu.
Tímasetningar:
– Á milli kl. 9 og 12 kafa sérfræðingarnir í heim stafrænnar markaðssetningar
– Á milli 12 og 13 verður „spurt og svarað“ þar sem áhorfendur fá tækifæri á að spyrja sérfræðingana
Athugið að Vefmenntadagurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Ekkert kostar inn á viðburðinn og hann er opinn öllum sem hafa áhuga á markaðssetningu á netinu.
Salurinn rúmar um 100 manns þannig að mögulega munu færri komast að en vilja.