Að undanförnu höfum við unnið með viðskiptavin í norska smásölugeiranum sem á að baki gríðarlega langa og merkilega sögu. Þessi viðskiptavinur hafði opnað vefverslun fjórum árum áður en samstarf okkar hófst og hafði hann eytt nokkrum fjármunum í að láta vita af henni og þá að mestu í gegnum hefðbundna miðla. Þegar við hófum samstarf var staðan sú að söluaukning var að jafnaði 10–20% á milli ára og leit eftir vörumerkinu var nokkuð stöðug yfir fimm ára tímabil. Í stuttu máli sagt hafði lítið breyst og sú aðferðafræði sem viðskiptavinurinn nýtti við birtingar hafði ekki teljandi áhrif á netsölu og í raun ekki sölu verslananna heldur.
Við fengum við svipað birtingafé til ráðstöfunar og hafði verið áður. Við lögðum til breytta aðferðafræði, birtingaáætlun sem fól í sér færslu úr hefðbundnum miðlum alfarið yfir til Facebook og Google og það varð úr. Áhrifin urðu greinileg strax. Við sáum tugprósenta aukningu á milli mánaða í samanburði við sama tímabil árið áður og í október síðastliðnum var stökkið nær 160% aukning í sölu.
Salan árið áður hafði verið þokkaleg og í raun á þolmörkum þess sem þjónustusvið fyrirtækisins réði við. Árangur okkar setti allt á hliðina og fyrirtækið þurfti að ráða til sín fólk á þjónustusvið til að anna þessari auknu eftirspurn.
Hérna eru nokkrar lykilstaðreyndir:
- Fé til birtinga var nánast það sama á milli ára.
- Færsla úr hefðbundnum miðlum yfir í stafræna miðla (Google, Facebook og Instagram)
- Aukning í leitum eftir vörumerkinu var 22% og hefur aldrei verið hærri undanfarin fimm ár.
- Salan jókst um 114% og karfan (meðaltalsviðskipti) stækkaði um 6%.
- Heimsóknir á vefinn hafa aukist um 170% þar sem beinar heimsóknir hafa farið upp um 55% og náttúruleg leit um 7%.
Liður fjögur er einkar áhugaverður þar sem 19% þeirra sem leita á netinu kaupa í verslunum og það kom í ljós að árið 2018 er nú þegar metár í sölu hjá þessu fyrirtæki.
Höfundur er Kristján Már Hauksson